Riksgrensen/Narvik
Riksgrensen upp í fjöllunum, við landamæri Noregs og Svíþjóðar, býður upp á óteljandi möguleika fyrir alla – frá byrjendum til lengra kominna. Hér finnur þú brekkur af mismunandi erfiðleikastigi, hvort sem þú ferðast um fjöllin í Riksgränsen, Abisko eða niður í norsku firðina.
Nýr dagur, ný áskorun, nýtt fjall.
Eftir góðan dag á skíðum er fínt að slaka á hótel Riksgränsen – í sauna eða á léttu afterski með félögum og horfa yfir Riksgrensen og Abisko.
Riksgränsen er tilvalinn staður fyrir hópa sem vilja blanda saman fjallaskíðum og þyrluskíðun, eða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu. Í boði eru m.a. vikunámskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja öðlast öryggi og kunnáttu til að ferðast í fjöllum.
Allar ferðir eru leiddar af reyndum IFMGA-fjallaleiðsögumönnum.
Takmörkuð pláss í boði.
Innifalið:
- Gisting
- Morgunmatur
- Akstur alla daga
- Leiðsögn
- Snjóflóðabúnaður (sendir, stöng og skófla)
- Verð frá 240.000. á mann.
Þátttakendur þurfa sjálfir að koma sér til Riksgränsen.
Nánari upplýsingar á :info@talvi.is








